Fetar í fótspor föður síns

Þorlákur Árnason og Arnór Ingi Kristinsson.
Þorlákur Árnason og Arnór Ingi Kristinsson. Ljósmynd/ÍBV

 Knattspyrnumaðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn til liðs við ÍBV sem tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili með sigri á 1. deild á síðasta tímabili.

 Arnór Ingi er 23 ára bakvörður og kemur til liðsins frá Leikni Reykjavík. Hann á 31 leik í efstu deild og 55 í næst efstu.

Arnór er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÍBV síðan Þorlákur Árnason tók við liðinu en Omar Sowe kom einnig til ÍBV frá Leikni fyrr í vikunni.

Arnór fetar í fótspor föður síns en faðir Arnórs er Kristinn Ingi Lárusson sem lék á sínum tíma með ÍBV. Árið 1998 varð Kristinn Íslands- og bikarmeistari með liðinu og var í lykilhlutverki.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert