Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu. Nýi samningurinn gildir til næstu tveggja ára, út tímabilið 2026.
Kristófer Ingi er 25 ára gamall sóknarmaður sem skoraði fjögur mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni á nýafstöðnu tímabili.
Hann ólst upp hjá Stjörnunni en hélt ungur að árum í atvinnumennsku þar sem Kristófer Ingi lék með Willem II, Jong PSV og Venlo í Hollandi, Grenoble í Frakklandi og Sönderjyske í Danmörku.
Alls á hann 26 leiki að baki fyrir Breiðablik í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.