Rúnar Páll Sigmundsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu. Skrifaði hann undir þriggja ára samning.
Grótta féll úr 1. deild á nýafstöðnu tímabili og leikur því í 2. deild á því næsta.
Rúnar Páll, sem er fimmtugur, var síðast þjálfari karlaliðs Fylkis sem hann stýrði í þrjú ár. Liðið féll úr Bestu deildinni undir hans stjórn á síðasta tímabili.
Áður hafði Rúnar Páll þjálfað karlalið Stjörnuna sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 2014 og bikarmeisturum 2018.
„Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að byrja að vinna með strákunum og kynnast fólkinu í félaginu. Grótta hefur staðið sig vel í uppbyggingu síðustu ár en nú hefst ný vegferð hjá karlaliðinu.
Við ætlum ekki að stoppa lengi í 2. deild en vitum að baráttan verður bæði hörð og skemmtileg,” sagði Rúnar Páll í tilkynningu frá knattspyrnudeild Gróttu.