Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega fyrirliði í leikjum Íslands við Svartfjallaland og Wales í Þjóðadeildinni í fótbolta.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið landsliðsfyrirliði í fjarveru Arons, en Akureyringurinn fær væntanlega fyrirliðabandið á ný.
„Aron er fæddur leiðtogi og það eru margir varnarmenn fjarverandi. Það er gott að fá hann inn. Hann getur leyst miðvarðarstöðuna. Það er alltaf jákvætt að hafa leiðtogahæfileika Arons.
Hann getur stjórnað liðinu með sínum talanda. Það er gríðarlega mikilvægt. Það er leiðinlegt að Gylfi sé ekki með í þessu verkefni. Það er eins og það er,“ sagði Jóhann í samtali við mbl.is.
Nánar er rætt við Jóhann í Morgunblaðinu sem kom út í morgun.