Rifti samningnum við Íslandsmeistarana

Damir Muminovic.
Damir Muminovic. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Knattspyrnumaðurinn Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Íslandsmeistara Breiðabliks.

Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ, Knattspyrnusambands Íslands, en fótbolti.net greindi fyrst frá.

Fyrr í vikunni bárust fréttir af því Damir væri á leið til DPMM í Brúnei en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Singapúr.

Miðvörðurinn, sem er 34 ára gamall, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin 10 ár og hefur hann tvívegis orðið Íslandsmeistari með liðinu á þeim tíma.

Alls á hann að baki 267 leiki í efstu deild með Breiðabliki, HK og Víkingi úr Ólafsvík en hann hefur einnig leikið með Leikni úr Reykjavík. Þá á hann að baki sex A-landsleiki fyrir Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert