Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er spenntur fyrir leikjum Íslands gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Svartfjallalandi á útivelli í dag klukkan 17 og Wales á þriðjudag í Cardiff.
Með sigri á Svartfjallalandi fer Ísland í úrslitaleik gegn Wales, ef Wales mistekst að vinna Tyrkland á útivelli.
„Mér líst mjög vel á þessa leiki. Við erum með einbeitingu á fyrri leiknum gegn Svartfjallalandi. Við ætlum að vinna hann og vonandi verða úrslitin í hinum leiknum hagstæð og þá eigum við úrslitaleik gegn Wales um annað sætið. Það væri ótrúlega gaman að fá úrslitaleik,“ sagði Willum við mbl.is.