Knattspyrnukonurnar Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir eru farnar frá sænska félaginu Örebro. Samningi þeirra var rift eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.
Áslaug Dóra og Katla María gengu báðar til liðs við Örebro fyrir tímabilið og voru í stóru hlutverki.
Báðar spiluðu þær 30 leiki í öllum keppnum, þar af alla 26 leikina í sænsku úrvalsdeildinni.
Bæði Áslaug Dóra og Katla María voru samningsbundnar út tímabilið 2025 en eftir fallið ákvað Örebro að nýta sér riftunarákvæði í samningum þeirra líkt og tilfelli níu leikmanna til viðbótar.