Skrifaði undir fjögurra ára samning í Víkinni

Sveinn Gísli Þorkelsson.
Sveinn Gísli Þorkelsson. mbl.is/Eyþór

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Gísli Þorkelsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Víking úr Reykjavík.

Þetta tilkynntu Víkingar á heimasíðu sinni en varnarmaðurinn, sem er 21 árs gamall, er uppalinn hjá ÍR en gekk til liðs við Víkinga eftir tímabilið 2023.

Alls á hann að baki 25 leiki í efstu deild með Víkingum og Fylki en hann lék með Árbæingum á láni frá Víkingum seinni hluta tímabilsins 2023. Hann lék 10 leiki með Víkingum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert