Búist við 28 þúsund í kvöld

Leikurinn fer fram á Cardiff City-vellinum.
Leikurinn fer fram á Cardiff City-vellinum. mbl.is/Jóhann Ingi

Um 28.000 áhorfendur verða á Cardiff City-vellinum í Wales þegar Ísland og Wales mætast í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Reiknað er með um 100 Íslendingum á leikinn.

Völlurinn tekur um 33.000 manns í sæti og er því ekki uppselt á völlinn glæsilega.

Er leikurinn úrslitaleikur um sæti í umspili þar sem sæti í A-deildinni verður í boði. Wales nægir jafntefli til að ná öðru sæti á meðan Ísland þarf á sigri að halda.  

Alls verða 69 blaðamenn, 35 ljósmyndarar, tvær sjónvarpsstöðvar og fimm útvarpsstöðvar á leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert