Jóhann Berg Guðmundsson æfði með liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu í fótbolta í rigningunni í Cardiff í Wales í gær.
Jóhann er vanur rigningunni á Bretlandseyjum, enda lék hann með ensku liðunum Charlton og Burnley í samtals áratug, áður en hann skipti yfir til Al-Orobah í haust.
„Ég er kominn til Sádi núna og vill bara hita“ sagði Jóhann, aðspurður um rigninguna í Wales en þar mætast Ísland og Wales í kvöld í úrslitaleik um annað sæti Þjóðadeildarinnar.
„Það á nú ekki að rigna svona mikið á meðan á leiknum stendur. Það skiptir engu máli, þar sem við erum vanir öllum aðstæðum. Það er mikilvægra að völlurinn sé góður og að það sé hægt að spila góðan fótbolta,“ sagði hann.