Lengst í burtu frá öllu

Guðlaugur Victor Pálsson þarf að ferðast langt í útileiki.
Guðlaugur Victor Pálsson þarf að ferðast langt í útileiki. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Lífið er bara rosalega fínt,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Plymouth og íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is.

Guðlaugur gekk í raðir Plymouth frá Eupen í Belgíu fyrir tímabilið og kann vel við lífið í borginni, þrátt fyrir að ferðalög í útileiki séu löng.

„Ég er búinn að koma mér skemmtilega fyrir og Plymouth er fínasta borg, þar sem allt er til alls. Ég bý við sjóinn þar sem er falleg náttúra. Eina sem ég get sett út á er staðsetningin, því þetta er lengst í burtu frá öllu. Það er langt að fara, en fyrir utan það líður mér býsna vel.

Við erum alltaf í rúmlega fimm tíma með rútu þegar við förum í útileiki. Stundum þurfum við að fara tveimur dögum fyrr. Ef þetta er lengst fyrir norðan fljúgum við. Annars erum við bara í rútu. Það er gott að fá tvo heimaleiki í röð,“ sagði Victor við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert