Samningar renna alltaf út

Åge Hareide gæti stýrt Íslandi í síðasta skipti í kvöld.
Åge Hareide gæti stýrt Íslandi í síðasta skipti í kvöld. mbl.is/Eyþór

Samningur norska landsliðsþjálfarans Åge Hareide við KSÍ gildir aðeins til nóvemberloka og gæti leikurinn við Cardiff í Þjóðadeild karla í kvöld verið síðasti leikur Norðmannsins á hliðarlínunni.

„Ég hef ekkert spáð í það. Ég er samningsbundinn til nóvemberloka og við sjáum til þá,“ sagði hann á blaðamannafundi í Cardiff í gær.  

„Ég hef aðeins verið að hugsa um leikinn og íslenska liðið. Samningar renna alltaf út og þá verður að taka það samtal,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert