Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem mætir Wales í Þjóðadeildinni í Cardiff klukkan 19.45.
Aron Einar Gunnarsson er meiddur og Logi Tómasson er í leikbanni. Guðlaugur Victor Pálsson leysti Aron af hólmi í Svartfjallalandi á laugardag og hann kemur inn í byrjunarliðið.
Alfons Sampsted kemur inn fyrir Loga Tómasson og Ísak Bergmann Jóhannesson byrjar í staðinn fyrir sveitunga sinn frá Akranesi, Stefán Teit Þórðarson.
Mark: Hákon Rafn Valdimarsson.
Vörn: Alfons Sampsted, Guðlaugur Victor Pálsson, Sverrir Ingi Ingason, Valgeir Lunddal Friðriksson.
Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Arnór Ingvi Traustason, Jón Dagur Þorsteinsson.
Sókn: Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson.