Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM

Byrjunarlið Íslands sem mætti Wales á þriðjudaginn. Wales er einn …
Byrjunarlið Íslands sem mætti Wales á þriðjudaginn. Wales er einn af mögulegum mótherjum Íslands úr öðrum styrkleikaflokki. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni heimsmeistaramóts karla 2026 þann 13. desember.

Undankeppnin fer öll fram á árinu 2025 og hefst í júní en þar verður leikið í tólf riðlum. Sigurliðin tólf komast beint á HM og liðin tólf sem enda í öðru sæti fara í umspil um fjögur síðustu sæti Evrópu, ásamt fjórum liðum sem enda neðar í riðlunum en hafa unnið sína riðla í yfirstandandi Þjóðadeild.

Styrkleikaflokkarnir eru þannig skipaðir en eitt lið úr hverjum flokki er dregið í hvern riðil undankeppninnar. Aðeins sex lið eru í fimmta og neðsta flokki og því verða sex af riðlunum tólf með fjórum liðum en sex riðlar með fimm liðum:

1. styrkleikaflokkur:
Frakkland
Spánn
England
Portúgal
Holland
Belgía
Ítalía
Þýskaland
Króatía
Sviss
Danmörk
Austurríki

2. styrkleikaflokkur:
Úkraína
Tyrkland
Svíþjóð
Wales
Pólland
Ungverjaland
Serbía
Grikkland
Rúmenía
Noregur
Slóvakía
Tékkland

3. styrkleikaflokkur:
Skotland
Slóvenía
Írland
Albanía
Norður-Makedónía
Georgía
Finnland
ÍSLAND
Norður-Írland
Ísrael
Bosnía
Svartfjallaland

4. styrkleikaflokkur:
Búlgaría
Lúxemborg
Hvíta-Rússland
Armenía
Kósóvó
Kasakstan
Aserbaídsjan
Eistland
Kýpur
Færeyjar
Lettland
Litháen

5. styrkleikaflokkur:
Moldóva
Malta
Andorra
Gíbraltar
Liechtenstein
San Marínó

Fjórtán þjóðir með möguleika á umspili

Þær fjórtán þjóðir sem unnu sína riðla í Þjóðadeildinni og hafa þar með forgang á að komast í umspilið fyrir HM, takist þeim ekki að ná öðru tveggja efstu sætanna í sínum riðli undankeppninnar, eru eftirtaldar, bókstafurinn er fyrir viðkomandi deild Þjóðadeildar:

A: Spánn
A: Þýskaland
A: Portúgal
A: Frakkland
B: England
B: Noregur
B: Wales
B: Tékkland
C: Rúmenía
C: Svíþjóð
C: Norður-Makedónía
C: 
Norður-Írland
D: Moldóva
D: San Marínó

Ef tíu efstu liðin á þessum lista, sem öll eru í efstu tveimur styrkleikaflokkunum, ná öll að tryggja sig á HM eða í umspilið verða það Norður-Makedónía, Norður-Írland, Moldóva og San Marínó sem fá umspilssætin fjögur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert