Knattspyrnumaðurinn Pablo Punyed, leikmaður Víkings í Reykjavík, er á góðum batavegi eftir að hann sleit krossband í hné í ágúst síðastliðnum.
Pablo varð fyrir meiðslunum í leik Víkings gegn albanska liðinu Egnatia í Sambandsdeildinni. Háskóli Íslands birti myndir af Pablo í skoðun hjá íþróttadeild skólans.
Þar kemur fram að bataferli hans gengur vel en leikmenn eru oftast frá keppni í tæpt ár vegna meiðslanna.
Víkingur á enn eftir að spila þrjá leiki í Sambandsdeildinni á árinu en Pablo verður ekki aftur með fyrr en á næsta tímabili.
View this post on InstagramA post shared by Research centre for sport and health sciences (@uni_ice_sports)