Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide var ekki viðstaddur í Nyon í Sviss þegar dregið var í umspil í Þjóðadeild karla í fótbolta í dag.
Aðstoðarþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson og Sigurður Sveinn Þórðarson, starfsmaður KSÍ, voru viðstaddir dráttinn fyrir hönd Íslands.
Fyrir framan þá var Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Samningur Norðmannsins rennur út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann haldi áfram með íslenska liðið.