FH-ingar styrkja sig

Birkir Valur Jónsson.
Birkir Valur Jónsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumennirnir Birkir Valur Jónsson og Bragi Karl Bjarkason eru gengnir til liðs við FH. 

Birkir Valur kemur til Fimleikafélagsins frá uppeldisfélaginu HK og skrifar undir tveggja ára samning.  Hann er 26 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril með HK, að undanskildum nokkrum mánuðum í Slóvakíu með Spartak Trnava. Birkir hefur leikið 185 deildaleiki á ferlinum og þar af eru 96 með HK í efstu deild.

Bragi Karl kemur frá sínu uppeldisfélagi ÍR og skrifar undir þriggja ára samning í Hafnarfirðinum. Hann er 22 ára gamall sóknarmaður og varð markakóngur 2. deildar með ÍR árið 2023 þegar hann skoraði 21 mark fyrir félagið í deildinni. Á nýliðnu tímabili varð hann markahæstur ÍR-inga í 1. deildinni með 10 mörk í 20 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert