Åge tjáir sig um ákvörðunina

Åge Hareide í sínum síðasta leik sem landsliðsþjálfari.
Åge Hareide í sínum síðasta leik sem landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Alex Nicodim

Åge Hareide hætti í dag sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta eftir rúmt eitt og hálft ár í starfi.

Hareide tók sjálfur ákvörðun um að hætta, en hann stýrði Íslandi í síðasta skipti síðastliðinn þriðjudag er liðið fékk skell gegn Wales í Cardiff, 4:1.

Hann naut þess að þjálfa íslenska liðið en taldi þetta rétta tímann til að segja skilið við starfið.

„Ég hef notið tímans með íslenska landsliðinu, en tel að nú sé rétti tíminn til að hætta. Það eru spennandi tímar fram undan fyrir liðið og margir ungir leikmenn að vaxa sem leiðtogar liðsins.

Ég óska liðinu og íslenskri knattspyrnu alls hins besta í framtíðinni,“ er haft eftir norska þjálfaranum á X-síðu Knattspyrnusambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert