Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til næstu tveggja ára, út tímabilið 2026.
Elmar Atli er 27 ára Súðvíkingur sem hefur spilað fyrir Vestra og forvera félagsins BÍ/Bolungarvík alla tíð. Hann á að baki 217 leiki með félaginu í þremur efstu deildum Íslandsmótsins, þar af 22 leiki í Bestu deildinni í ár þar sem hann skoraði tvö mörk.
Samningur hans rann út í lok tímabilsins í ár en fyrirliðinn mun taka slaginn með Vestra sem tókst að halda sæti sínu í Bestu deildinni í fyrstu tilraun.