Knattspyrnusamband Íslands auglýsir í dag þjálfarastarf hjá yngri landsliðum kvenna og hvetur konur sérstaklega til að sækja um það.
Um er að ræða starf aðalþjálfara U16 og U17 ára landsliðanna, sem jafnframt yrði aðstoðarþjálfari U19 ára landsliðs kvenna.
Alls eru ellefu þjálfarar starfandi hjá KSÍ og af þeim eru tíu karlmenn. Margrét Magnúsdóttir þjálfar U23 ára og U15 ára landslið kvenna og sér um hæfileikamótun stúlkna.