Fótboltamaðurinn Aron Kristófer Lárusson hefur rift samningi sínum við Þór á Akureyri.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Aron, sem er 26 ára gamall, gekk til liðs við Þórsara frá KR í júlí í sumar.
Hann lék sjö leiki með liðinu og skoraði í þeim eitt mark í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili þar sem Þórsarar höfnuðu í tíunda og þriðja neðsta sætinu.
Aron er uppalinn hjá Þór en hefur einnig leikið með Völsungi, ÍA og KR á ferlinum en alls á hann að baki 74 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað tvö mörk.