Knattspyrnumaðurinn Haukur Leifur Eiríksson er genginn til liðs við HK.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Haukur, sem er 22 ára gamall varnarmaður, kemur til félagsins frá Þrótti úr Vogum þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur tímabil, þrjú þeirra í 2. deild og eitt í 1. deild. Fram að því lék Haukur með yngri flokkum FH.
Hjá HK hittir hann fyrir Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi þjálfara Þróttar úr Vogum og núverandi þjálfara HK, en þeir unnu saman sumarið 2021 þar sem Haukur lék 19 leiki undir stjórn Hermanns þegar Þróttarar unnu sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti..
HK-ingar höfnuðu í 11. og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og leika því í 1. deildinni á næsta ári.