Víkingurinn í Vogana

Þróttarar hafa fengið liðstyrk.
Þróttarar hafa fengið liðstyrk. Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Jóhannes Karl Bárðarson hefur gert tveggja ára samning við Þrótt úr Vogum. Hann kemur til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík, þar sem hann er uppalinn.

Miðjumaðurinn lék með Þrótti seinni hluta tímabilsins í fyrra og allt tímabilið í ár. Hann skoraði tvö mörk í 21 leik fyrir Þrótt á síðasta tímabili, en Þróttarar enduðu í þriðja sæti í 2. deild.

Hann lék fjóra keppnisleiki með Ægi fyrri hluta tímabilsins í fyrra en náði ekki að leika keppnisleik með meistaraflokki Víkings. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert