Farinn frá Vestra

Gunnar Jónas Hauksson í leik með Vestra.
Gunnar Jónas Hauksson í leik með Vestra. mbl.is/Eyþór Árnason

Gunnar Jónas Hauksson leikur ekki áfram með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Vestramenn tilkynntu þetta í kvöld en hjá þeim kemur fram að Gunnar ætli að vera í Reykjavík og sjái sér ekki fært að leika með Vestra.

Gunnar, sem er 25 ára gamall, bakvörður eða miðjumaður, lék 21 leik með Vestra í Bestu deildinni í ár og skoraði tvö mörk og var í vaxandi hlutverki hjá nýliðunum eftir því sem leið á tímabilið. Hann kom til þeirra frá Gróttu en lék áður með Vestra á árunum 2019 og 2020.

Um leið var tilkynnt að markvörðurinn Marvin Darri Steinarsson væri farinn frá Vestra en hann yfirgaf félagið í ágúst og fór þá til ÍA sem lánsmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert