Knattspyrnudeild HK samdi í dag við miðjumanninn Rúrik Gunnarsson út tímabilið 2027. Rúrik kemur til HK frá KR.
Hinn 19 ára gamli Rúrik hefur leikið með U19, U17 og U15-ára landsliðum Íslands, alls 12 leiki. Hann lék 12 leiki í Bestu deildinni með KR á síðustu leiktíð.
Rúrik spilaði með Breiðabliki í yngri flokkum en skipti yfir í Vesturbæinn árið 2022. Hann hefur alls leikið 14 leiki í efstu deild og 22 leiki í 1. deild með KV og Aftureldingu.
HK féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð og í kjölfarið tók Hermann Hreiðarsson við liðinu af Ómari Inga Guðmundssyni.