Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur samið við þær Snædísi Logadóttur og Hönnu Faith Victoriudóttur.
Snædís, sem er miðvörður, kemur til Aftureldingar eftir háskólanám í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið með Val, FH og ÍA á ferlinum. Hún á einn leik að baki í efstu deild og ellefu í 1. deild, þar sem Afturelding leikur á næsta tímabili.
Hanna er kantmaður sem kemur frá Fjölni. Hún á tvo leiki að baki í Bestu deildinni og þrjá í 1. deild með FH. Hún lék 18 leiki með Fjölni í 2. deild á síðustu leiktíð.