Mikið svigrúm til bætinga

Jón Dagur Þorsteinsson í baráttu við Englendinginn Trent Alexander-Arnold á …
Jón Dagur Þorsteinsson í baráttu við Englendinginn Trent Alexander-Arnold á Wembley. Jón spilaði mest af kantmönnum landsliðsins á árinu og skoraði sigurmarkið á Wembley. Ljósmynd/Alex Nicodim

Kantmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru allir á besta aldri en þeir fimm leikmenn sem spiluðu flesta leiki í þessari stöðu á árinu 2024 eru á aldrinum 22 til 26 ára.

Þeir eru flestir komnir með ágætis reynslu eftir að hafa komið inn í liðið á undanförnum fjórum til sex árum og geta allir bætt talsverðu við sig. Sá yngsti þeirra, Mikael Egill Ellertsson, er kominn lengst hvað félagslið varðar en hann er fastamaður í liði í ítölsku A-deildinni.

Jón Dagur Þorsteinsson og Willum Þór Willumsson tóku báðir hliðarskref á ferlinum í sumar og fóru í stærri félög þrátt fyrir að þeir leiki ekki í efstu deild í vetur. Arnór Sigurðsson er í toppbaráttu í ensku B-deildinni og beðið hefur verið eftir því um nokkurt skeið að Mikael Anderson taki skrefið upp í sterkari deild en þá dönsku.

Það er því full ástæða til að ætla að þessir leikmenn eigi allir eftir að verða betri og geti blómstrað með íslenska landsliðinu fram á næsta áratug 21. aldarinnar.

Um leið bera að hafa í huga að kantmenn eiga það til að færa sig inn á miðjuna þegar aldurinn færist yfir og um það eru einmitt dæmi í landsliði Íslands. Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason og nú síðast Jóhann Berg Guðmundsson hafa allir farið af kantinum inn á miðjuna á síðari hluta ferilsins.

Alls léku sjö leikmenn í stöðum kantmanna með landsliðinu á árinu 2024 og í Morgunblaðinu í dag er farið yfir þá og þeirra stöðu í dag, sem og þeirra fjögurra efnilegu leikmanna sem voru í stöðum kantmanna í 21-árs landsliðinu á þessu ári.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og er hluti af greinaflokki um íslenska karlalandsliðið sem hefur birst í blaðinu að undanförnu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert