Víkingar höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir leik þeirra gegn LASK í Sambandsdeild karla í fótbolta í Linz í Austurríki í kvöld.
Jafnteflið, 1:1, gulltryggði þeim sæti í umspilinu um að komast í sextán liða úrslit keppninnar og þeir halda því áfram keppni í febrúar en fá staðfest á morgun hverjir mótherjarnir eru.
Víkingarnir fögnuðu vel í búningsklefanum eftir leik eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan:
Ú A EUROVIKES!!!!!!????? pic.twitter.com/0q8Ztk1n4m
— Víkingur (@vikingurfc) December 19, 2024