Knattspyrnumaðurinn Árni Elvar Árnason hefur yfirgefið herbúðir 1. deildarliðs Þórs frá Akureyri.
Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Árni Elvar, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Þórsara fyrir síðasta tímabil.
Hann lék 19 leiki með liðinu í 1. deildinni síðasta sumar og skoraði eitt mark en Þór hafnaði í 10. sæti deildarinnar með 26 stig.
Árni Elvar er uppalinn hjá Leikni úr Reykjavík og hefur leikið með félaginu allan sinn feril, að undanskyldu árinu í ár.