Þær Harpa Jóhannsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir hafa undirritað nýjan samning út tímabilið 2026 við Þór/KA.
Báðar eru uppaldir leikmenn en Harpa er markvörður sem spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2014. Hún á að baki 104 leiki fyrir Þór/KA.
Hulda Björg, sem er 24 ára, spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu árið 2016 en hún á að baki 208 leiki með félaginu.
Þór/KA átti gott tímabil á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í fjórða sæti Bestu deildar kvenna.