Óskuðu þess að öll fjölskyldan fengi krabbamein

Þetta voru ekki vinsæl félagaskipti og ég var kallaður öllum illum nöfnum,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Theódór Elmar Bjarnason í Dagmálum.

Theódór Elmar, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna í haust eftir farsælan feril og var ráðinn aðstoðarþjálfari uppeldisfélags síns KR.

Fékk allskonar skilaboð

Theódór Elmar gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið AGF árið 2015 frá erkióvinunum Randers og fóru félagaskiptin ekki vel í stuðningsmenn síðarnefnda félagsins.

„Þess var óskað að öll fjölskyldan mín fengi krabbamein,“ sagði Theódór Elmar.

„Maður fékk allskonar skilaboð á stuðningsmannasíðu í mínu nafni en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig í þessu,“ sagði Theódór Elmar meðal annars.

Viðtalið við Theódór Elmar í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert