Sextán íslenskir framherjar í Evrópu

Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson og Albert Guðmundsson,
Andri Lucas Guðjohnsen, Orri Steinn Óskarsson og Albert Guðmundsson, Ljósmynd/Alex Nicodim/Karítas/Szilvia Micheller

Þrír helstu framherjar íslenskrar knattspyrnu í dag leika með liðum í efstu deildum Spánar, Ítalíu og Belgíu og ættu að sjá til þess að Ísland geti teflt fram spennandi og marksækinni framlínu á næstu árum.

Andri Lucas Guðjohnsen og Orri Steinn Óskarsson eru rétt skriðnir yfir tvítugt en orðnir lykilmenn í landsliðinu og Albert Guðmundsson getur vonandi farið að spila aftur af krafti fyrir Íslands hönd frá og með árinu 2025.

Aftar í röðinni bíða síðan bráðefnilegir strákar eins og Benoný Breki Andrésson og Daníel Tristan Guðjohnsen en sextán íslenskir framherjar spila um þessar mundir sem atvinnumenn víðs vegar um Evrópu.

Andri Lucas Guðjohnsen lék alla 12 landsleiki Íslands á árinu 2024, tíu þeirra í byrjunarliðinu, og skoraði þrjú mörk, gegn Hondúras, Tyrklandi og Wales.

Orri Steinn Óskarsson lék átta landsleiki á árinu, sex þeirra í byrjunarliðinu, og skoraði þrjú mörk, í báðum sigurleikjunum gegn Svartfjallalandi og eitt gegn Tyrklandi.

Albert Guðmundsson lék aðeins tvo landsleiki á árinu en var ekki gjaldgengur í hina vegna kærumála. Hann var samt markahæsti leikmaður landsliðsins með fjögur mörk í tveimur leikjum í umspilinu fyrir EM 2024. Þrenna gegn Ísrael í undanúrslitum og svo mark í úrslitaleiknum gegn Úkraínu.

Umfjöllunina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag en þetta er sjöunda og síðasta greinin um íslenska landsliðið og leikmenn þess sem blaðið birtir nú í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert