Spila Víkingar erlendis við Panathinaikos?

Víkingar fögnuðu tveimur góðum sigrum á Kópavogsvelli í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar …
Víkingar fögnuðu tveimur góðum sigrum á Kópavogsvelli í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í október og nóvember. mbl.is/Eyþór Árnason

Útlit virðist vera fyrir að heimaleikur Víkings gegn Panathinaikos frá Grikklandi í umspilinu um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta fari fram erlendis.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings sagði við Fótbolta.net að hann teldi nánast  engar líkur á því að leikurinn færi fram á Kópavogsvelli eins og heimaleikir liðsins í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, gegn Cercle Brugge, Borac Banja Luka og Djurgården.

„Ég held að UEFA sé orðið ansi þreytt á okkur," sagði Arnar en undanþágu þurfti frá Knattspyrnusambandi Evrópu til að leikirnir gætu farið fram á Kópavogsvelli í stað þess að Víkingar þyrftu að leika þá erlendis.

Verði það niðurstaðan verður þetta annar mikilvægi leikurinn fyrir íslenska knattspyrnu sem fer fram erlendis seinni hluta vetrar. Karlalandsliðið þarf að leika heimaleik sinn gegn Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars á heimavelli Murcia á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert