„Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.
Arnór lék sinn síðasta heimaleik á ferlinum gegn Víkingi úr Reykjavík, þann 19. október og faðmaði þjálfara Skagamanna, Jón Þór Hauksson, vel og innilega þegar hann var tekinn af velli.
„Jón Þór er náskyldur mér og við höfum átt mjög gott og náið samstarf,“ sagði Arnór.
„Þetta var fallegt augnablik milli þjálfara og fyrirliða liðs sem brenna í sameiningu fyrir klúbbnum og samfélaginu ÍA,“ sagði Arnór meðal annars.
Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.