Knattspyrnumaðurinn Logi Hrafn Róbertsson hefur samið við króatíska félagið NK Istra 1961. Hann kemur á frjálsri sölu frá uppeldisfélaginu FH og samdi til sumarsins 2028.
Þrátt fyrir að koma á frjálsri sölu þarf Istra, sem leikur í efstu deild í Króatíu, að greiða FH uppeldisbætur vegna ungs aldurs Loga Hrafns.
Hann er tvítugur miðju- og varnarmaður sem býr þrátt fyrir ungan aldur yfir mikill reynslu. Hefur Logi Hrafn leikið 80 leiki fyrir FH í efstu deild og skorað tvö mörk.
Logi Hrafn hefur þá leikið 31 leik fyrir yngri landslið Íslands, þar af tólf fyrir U21-árs liðið, auk eins A-landsleiks.