Knattspyrnumaðurinn Kristófer Máni Pálsson er genginn til liðs við Grindavík í næstefstu deild og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.
Kristófer er 19 ára gamall miðjumaður og kemur til félagsins frá Breiðabliki þar sem hann hefur æft og leikið upp alla yngri flokka.
„Ég er mjög glaður að fá Kristófer til liðs við okkur. Þetta er efnilegur knattspyrnumaður sem er með gott auga fyrir spili, les leikinn vel og er mjög yfirvegaður á boltanum. Hann er með frábært viðhorf og ég hlakka til að vinna með Kristófer á næstu árum hjá Grindavík,“ segir Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, í tilkynningu félagsins.