Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru báðir á meðal þremenninganna sem Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur boðað í viðtal um starf þjálfara karlalandsliðsins.
Arnar er þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík á meðan Freyr er án starfs eftir að hafa nýverið verið rekinn frá Kortrijk í Belgíu.
Í samtali við Vísi staðfesti Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, að KSÍ hefði fengið leyfi til þess að ræða við Arnar.
Fótbolti.net greinir þá frá því að Freyr sé einnig á meðal þeirra þriggja sem hafa verið boðaðir í viðtal.