Víkingar fá ekki að spila í Færeyjum

Víkingar mæta Panathinaikos í febrúar.
Víkingar mæta Panathinaikos í febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur mætir Panathinaikos frá Grikklandi í um­spili um sæti í 16-liða úr­slit­um Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu en óljóst er hvar heimaleikur Víkinga verður spilaður.

Víkingur fékk ekki undanþágu fyrir sinn heimavöll en spilaði heimaleikina í deildarkeppninni á Kópavogsvelli að degi til þar sem flóðlýsingin stóðst ekki kröfur. Á þessu stigi keppninnar fær Kópavogsvöllur ekki undanþágu og því þarf að spila leikinn erlendis.

Fótbolti.net greinir frá því að leikirnir fari ekki fram í Færeyjum en það var einnig skoðað áður en þeir fengu leyfi til þess að spila á Kópavogsvelli. Ástæða þess að UEFA gefur ekki leyfi fyrir því eru ótraustar samgöngur.

Heimaleikur liðsins fer fram 13. febrúar og liðin mætast svo viku síðar í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert