„Við erum pottþétt að fara enda í einhverjum sextugum Norðmanni eða Svía,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í íþróttauppgjöri Dagmála þegar rætt var um landsliðsþjálfarastöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu.
Åge Hareide lét af störfum sem þjálfari liðsins í lok nóvember og hafa nokkrir þjálfarar verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn hans.
„Ef þið mættuð velja einn til þess að taka við landsliðinu,“ sagði þáttastjórnandi þá.
„Elísabetu Gunnars,“ sögðu þær Edda Sif Pálsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir, íþróttafréttakonur á RÚV þá.
„Ég held að hún gæti smellpassað í þetta starf,“ bætti Edda Sif meðal annars við.