Elvar Baldvinsson er genginn til liðs við Völsung á nýjan leik en hann er uppalinn á Húsavík.
Elvar, sem er 27 ára gamall, á að baki 155 deildar- og bikarleiki fyrir Völsung en í þeim skoraði hann 34 mörk.
Þá hefur hann spilað síðustu tvö tímabil með Vestra á Ísafirði og lék 19 leiki í Bestu deildinni síðastliðið tímabil. Hann hefur einnig spilað með Þór Akureyri.
Völsungur leikur í næstefstu deild á komandi leiktíð.