Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar í fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta, samkvæmt drögum að niðurröðun deildarinnar sem KSÍ hefur birt á vef sínum.
Samkvæmt drögunum hefst Íslandsmótið fyrr en nokkru sinni áður, eða laugardagskvöldið 5. apríl, en þá er aðeins á dagskrá leikur Breiðabliks og Aftureldingar.
Upphafsleikur tímabilsins, Meistarakeppni KSÍ, fer fram mánudaginn 31. mars en þá mætast Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar KA á Kópavogsvelli.
Fyrsta umferðin í Bestu deildinni er leikin frá laugardegi til mánudags, sem hér segir:
Laugardagur 5. apríl:
19.15 Breiðablik - Afturelding
Sunnudagur 6. apríl:
14.00 Valur - Vestri
17.00 KA - KR
19.15 Fram - ÍA
Mánudagur 7. apríl:
18.00 Víkingur R. - ÍBV
19.15 Stjarnan - FH
Í annarrri umferð dagana 13.-14. apríl mætast síðan:
Vestri - FH
Víkingur R. - KA
Afturelding - ÍBV
Fram - Breiðablik
Stjarnan - ÍA
KR - Valur
Niðurröðun Bestu deildar karla
Lokaumferðin í hefðbundinni deildakeppni fer fram sunnudaginn 14. september.
Síðustu fimm umferðirnar, þar sem sex efstu liðin mætast innbyrðis, sem og sex neðri liðin, fara fram frá 21. september og til laugardagsins 25. október þegar lokaumferðin á að fara fram.