Snýr aftur í Kópavoginn

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum árið 2020.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Blikum árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er að ganga til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks og mun hún skrifa undir samning í Kópavoginum síðar í dag.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins en fótbolti.net greindi fyrst frá.

Berglind Björg, sem er 32 ára gamall framherji, þekkir vel til í Kópavoginum eftir að hafa leikið með liðinu stærstan hluta ferilsins. 

Hún lék síðast með Val hér á landi en samningi hennar við félagið var rift í október og hefur hún því verið án félags síðan.

Alls á hún að baki 203 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik, Val, Fylki og ÍBV þar sem hún hefur skorað 141 mark. Þá á hún að baki 72 A-landsleiki og 12 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka