Knattspyrnumaðurinn Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við uppeldisfélagið Breiðablik.
Nýi samningur Andra gildir út árið 2025 en hann verður 33 ára í apríl..
Andri hefur leikið hjá Breiðabliki allan ferilinn en hann á að baki 470 mótsleiki, alla fyrir Breiðablik, þar af 297 í efstu deild. Þá hefur hann skorað 15 mörk fyrir félagið í efstu deild og lék 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Hann er leikjahæsti leikmaður Kópavogsfélagsins frá upphafi, bæði í mótsleikjum og í leikjum í efstu deild.
Andri Rafn hefur þá þrívegis orðið Íslandsmeistari, árin 2010, 2022 og 2024, ásamt því að hafa unnið einn bikarmeistaratitil með félaginu árið 2009 en það eru allir stóru titlarnir sem karlalið Breiðabliks hefur unnið í sinni sögu.