Víkingar væntanlega í Kaupmannahöfn - leiknum flýtt?

Víkingar leika heimaleikinn í umspilinu 11. eða 13. febrúar.
Víkingar leika heimaleikinn í umspilinu 11. eða 13. febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir að heimaleikur Víkings gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fer þann 13. febrúar verði leikinn í Kaupmannahöfn.'

Þetta kemur fram á heimasíðu Víkinga í dag þar sem þeir skrifa frétt um stöðu mála til upplýsinga fyrir félagsmenn sína.

Þar segir: 

Fyrri leikurinn,  heimaleikurinn okkar,  fer fram fimmtudaginn 13.febrúar og nokkrir staðir eru í skoðun ;  Oslo, Helsinki, Svíþjóð og Kaupmannahöfn. Leikvangur í Kaupmannahöfn er kominn lengst í ferlinu en þó ekkert sé öruggt fyrr en það er 100% öruggt þá er líklegast að við spilum í Köben eins og staðan er núna.

Liðin mætast svo viku síðar í Aþenu og líklegt sé að Víkingar fari beint þangað frá Kaupmannahöfn.

Það sé þó ekki öruggt, FC Köbenhavn eigi heimaleik 13. febrúar og verði leikur Víkinga í Kaupmannahöfn gæti hann verið færður fram til 11. febrúar af öryggisástæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert