ÍBV sækir framherja til Texas

Allison Lowry leikur áfram í hvítum búningi á þessu ári.
Allison Lowry leikur áfram í hvítum búningi á þessu ári.

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Lowrey hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Allison er 22 ára sóknarmaður sem hefur leikið með háskólaliðum Texas A&M og Rutgers.

ÍBV leikur sitt annað ár í 1. deild eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni haustið 2023 en liðið endaði í sjötta sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert