Keflvíkingar styrkja sig

Marin Brigic er kominn til Keflavíkur frá Króatíu.
Marin Brigic er kominn til Keflavíkur frá Króatíu. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við króatíska varnarmanninn Marin Brigic. Gerði Brigic þriggja ára samning við Keflavík.

Leikmaðurinn hefur allan ferilinn leikið með Sesvete í heimalandinu í næstefstu deild Króatíu.

Keflavík hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og var einu stigi frá ÍBV í toppsætinu og sæti í Bestu deildinni.

Þá tapaði Keflavík fyrir Aftureldingu í hreinum úrslitaleik umspilsins um að fara upp í Bestu deildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert