Víkingur úr Reykjavík er að kaupa Færeyinginn Áka Debes Samuelsen frá HB í heimalandinu. Færeyski miðilinn in.fo greinir frá.
Áki leikur með U21 árs landsliði Færeyja. Hann skoraði 12 mörk í 19 leikjum í Betri deildinni í Færeyjum á síðasta ári og átta mörk í 27 leikjum árið 2023. Hann hefur alla tíð leikið með HB.
Hjá Víkingi hittir Áki fyrir landa sinn Gunnar Vatnhamar sem Víkingur keypti af Víkingi í Götu árið 2023.