Knattspyrnumaðurinn Sindri Þór Guðmundsson hefur gert samning við Grindavík og mun leika með liðinu á komandi leiktíð.
Hinn 27 ára gamli Sindri er bakvörður sem er uppalinn hjá Keflavík en lék með Reyni frá Sandgerði í 2. deild á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði fimm mörk í 20 leikjum í deildinni.
Sindri hefur skorað fjögur mörk í 87 leikjum í úrvalsdeildinni og eitt mark í 62 leikjum í 1. deild með Keflavík. Grindavík leikur í 1. deild, þar sem liðið endaði í níunda sæti á síðustu leiktíð.