Færeyski knattspyrnumaðurinn Áki Debes Samuelsen hefur samþykkt að ganga til liðs við norska félagið Ranheim. Víkingur úr Reykjavík hafði mikinn áhuga á að festa kaup á honum.
Áki er tvítugur kantmaður og sóknartengiliður sem skoraði 12 mörk í 19 leikjum fyrir HB í Betri deildinni á síðasta tímabili.
Færeyski miðillinn In.fo greindi frá því fyrir helgi að Víkingur væri að kaupa hann en sami miðill greinir nú frá því að Ranheim hafi haft betur í kapphlaupinu.
Ranheim leikur í B-deild Noregs og greiðir 500.000 færeyskar krónur fyrir Áka, sem jafngildir um 9,7 milljónum íslenskra króna.