Ísland mætir Skotlandi í Glasgow

Ísland mætir Skotlandi í sumar.
Ísland mætir Skotlandi í sumar. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotlandi í vináttulandsleik á Hampden Park í Glasgow þann 6. júní næstkomandi.

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti um leikinn í dag og segir í tilkynningu sambandsins að unnið sé að því að fá annan vináttulandsleik í sama leikjaglugga og að tilkynnt verði um hann eins fljótt og auðið er.

Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Skotland í gegnum tíðina. Alls hafa liðin mæst sex sinnum og Skotar unnið alla leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert